Akureyrarbær býður út byggingarréttinn á 295 m.kr.

Akureyrarbær hefur ákveðið að bjóða út byggingarrétt á svokölluðum Tjaldsvæðisreit. Reitnum hefur verið skipt í þrjár lóðir fyrir íbúðarhús. Um er að ræða hið fornfræga tjaldsvæði við Þórunnarstræti sem lokað var fyrir nokkrum árum.