Bein út­sending: Reynst sann­spár undan­farin ár og spáir nú fyrir gengi Ís­lands á EM

Háskólinn í Reykja­vík hitar upp fyrir EM í hand­bolta með HR stofunni. Þar munu þeir Kristján Halldórs­son, kennari við íþrótta­fræði­deild HR, Pat­rekur Jóhannes­son, fyrr­verandi lands­liðs­maður í hand­bolta, og Arnar Péturs­son, lands­liðsþjálfari kvenna í hand­bolta, ræða málin, spá í spilin og fara yfir spálíkan Dr. Peter O‘Donog­hue, pró­fessors við íþrótta­fræði­deild HR.