Háskólinn í Reykjavík hitar upp fyrir EM í handbolta með HR stofunni. Þar munu þeir Kristján Halldórsson, kennari við íþróttafræðideild HR, Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, ræða málin, spá í spilin og fara yfir spálíkan Dr. Peter O‘Donoghue, prófessors við íþróttafræðideild HR.