Skortur á einhleypum konum í Tálknafirði

„Það eru mjög fáar einhleypar konur hérna en það er nóg af mönnum,“ sagði Ragnar Þór Marinósson í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Ragnar Þór er rekstrarstjóri og einn eigenda Tungusilungs í Tálknafirði. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem hann auglýsir eftir einhleypum konum til að flytja á sunnanverða vestfirði, þar sem nóg sé af einhleypum snillingum á góðum launum. Hlustaðu á viðtalið við Ragnar í Morgunútvarpinu á Rás 2. „Menn sem koma í vinnu hérna, þeir fíla staðinn og eru ánægðir með vinnuna en það er erfitt að vera hérna einhleypur mánuðum eða jafnvel árum saman. Þá eru góðir menn að fara. Það vantar bara stelpur til að fjölga mannkyninu,“ sagði Ragnar.