Kynþáttahyggja for­seta Banda­ríkjanna og Græn­land

Hótanir Trump forseta Bandaríkjanna um að leggja undir sig Grænland, næsta nágranna Íslands, með góðu eða illu hafa vakið ugg í brjósti margra. Í DV í dag, 15. janúar, segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrv. forseti Íslands, sem þekkir fleiri bandaríska ráðamenn en flestir íslenskir stjórnmálamenn, að hann útiloki ekki að Bandaríkin muni taka Grænland með valdi en segir jafnframt að: „Afleiðingarnar yrðu af stærðargráðu sem við höfum aldrei séð á okkar lífskeiði.“