Spretthópur ráðherra reyndist ósammála um árangurinn

Spretthópur menntamálaráðuneytisins um skólaþróunarverkefnið kveikjum neistann hefur skilað tillögum sínum til ráðuneytisins. Almennt er hópurinn jákvæður í garð verkefnisins en bendir á að skortur sé á gögnum til að leggja faglegt og vísindalegt mat á verkefnið.