Ekki eina ríkis­leið í skóla­málum, takk!

Kastljósið beinist þessa dagana að skólamálum í kjölfar yfirlýsinga nýs ráðherra í barna-og menntamálaráðuneytinu um endurskoðun og uppstokkun á skólakerfinu. Það er fagnaðarefni að ráðherrann tali umbúðalaust um þau vandamál sem við blasa og að taka eigi á málunum.