Hvetur til samstöðu með írönskum almenningi

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur alla til að leggja írönskum almenningi lið. Hún segir ríkisstjórnina geta lagt sitt af mörkum í baráttu írönsku þjóðarinnar fyrir bjartari og betri tímum.