Leik lokið: Ár­mann - Valur 93-77 | Frá­bær sigur Ár­manns á lánlausum Vals­mönnum

Botnlið Ármanns vann ríkjandi bikarmeistara Vals með fantagóðri frammistöðu í Laugardalshöllinni í kvöld. Valsliðið var ekki heilt en Ármann nýtti það til góðra verka ásamt því að Valsmenn náðu engum takti. Lokatölur 93-77 og Ármenningar kampakátir.