Fjórir leikir voru í Bónusdeild karla í kvöld: Ármann 94 - 77 Valur Þór Þ. 123 - 126 KR Stjarnan 116 - 98 Keflavík Tindastóll 101 - 90 ÍR Óvæntustu úrslit kvöldsins voru sigur Ármanns á Val. Þetta var einungis þriðji sigur liðsins í vetur en Valur var fyrir umferðina í öðru sæti. Góð byrjun heimamanna átti stóran þátt í sigrinum og liðið leiddi 31-16 eftir fyrsta leikhluta. Daniel Love var stigahæstur Ármenninga með 22 stigRÚV / Mummi Lú KR-ingar voru 16 stigum undir á móti Þór Þorlákshöfn fyrir lokafjórðunginn en gerðu frábærlega í að knýja fram framlengingu. Hana unnu þeir og breikkuðu bilið frá efstu átta liðum deildarinnar niður í neðstu fjögur. Átta lið fara í úrslitakeppnina. Staðan í deildinni .