„Mér leið vel í framlengingunni. Fyrir utan það leið mér ekkert sérstaklega vel,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, eftir dramatískan þriggja stiga sigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld.