Lýsa yfir miklum vonbrigðum yfir niðurstöðum um starfsemi Vöggustofu

Nefnd sem var skipuð til að rnefndar sem rannsakaði starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974-1979 kynnti skýrslu sína í dag. Fyrir rúmum tveimur árum kom út skýrsla þar sem litið var til um það bil aldarfjórðungs þar á undan. Ólíkt fyrri skýrslu þá er niðurstaða nefndarinnar nú að ekki sé hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á vöggustofunni hafi sætt illri meðferð. Steinar Immanuel Sörensson og Árni H. Kristjánsson eru báðir í hópi þeirra sem voru á vöggustofunni á barnsaldri. Steinar segir þetta mjög sérstakt að hægt væri að komast að þessari niðurstöðu og finnst þetta hálfgerður hvítþvottur. „Þetta hefur bara haft áhrif á allt mitt líf, þunglyndi, kvíði og alls konar erfiðleikar sem ég hef þurft að glíma við í gegnum tíðina,“ segir Steinar. Segir að þetta hafi ekki bara slæmar andlegar afleiðingar heldur líka líkamlegar Árni var í hópi þeirra sem upphaflega fóru fram á að vöggustofan yrði rannsökuð og segir hann niðurstöðurnar vera mikil vonbrigði. Hann segir ákveðna tölfræðigreiningu á afdrifum barnanna sem dvöldu þar vera í skýrslunni og tölurnar sláandi. Í greiningunni er fólk sem hafði verið á vöggustofunni borið saman við aðra jafnaldra og segir Árni að það sé tíðari örorka og almenn veikindi, algengari og tímabær dauðsföll. Hann segir að í fyrri rannsókn hafi verið staðfest að alvarleg tengslaröskun sem börnin urðu fyrir að vera látin liggja afskipt á vöggustofum hafði mjög víðtæk sálræn og líkamleg áhrif. „Börn sem verða fyrir svona alvarlegri vanrækslu á viðkvæmasta skeiði lífsins, þegar þau eru svipt öllu samneyti við fólk, að þau skaðast og þroski þeirra skaðast.“ Einnig segir hann að þetta hafi ekki bara slæmar andlegar afleiðingar heldur líka líkamlegar og það sé ástæðan fyrir því að þessi hópur komi svona illa út úr tölfræðinni. Árni segir að nefndin leggi til að þau sem voru viðstödd á þessu umrædda tímabili fái sálfræðiþjónustu eða geðheilbrigðisþjónustu en skildi ekki af hverju þar sem í skýrslunni höfðu þau ekki sett illri meðferð og fannst honum því tillögurnar stangast á við niðurstöðurnar. Hann segir að það þyrfti að smíða nýtt frumvarp á grunni eldri laga sem voru prýðileg og telja þeir báðir að málinu sé ekki lokið af þeirra hálfu. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Tveir úr hópi þeirra sem dvöldu á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins segja nýja skýrslu um starfsemina mikil vonbrigði. Niðurstöður hennar rými ekki við þeirra eigin upplifun af illri meðferð. Málinu sé ekki lokið af þeirra hálfu.