„Þetta er hátíð sem varð til úr nauðsyn“

„Þorrinn hefst ávallt á föstudegi í 13. viku vetrar og er nafnið tengt Þorra sem í gamalli þjóðtrú var persónugervingur vetrarins. Samkvæmt Orkneyingasögu er Þorri sagður vera konungur í Kænlandi (Finnlandi) og faðir Snævar gamla, sem tengist upprunasögum Íslands.“