Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkis­stofnunum

Á átta ára tímabili, frá 2018 til 2025, hafa fimm ráðuneyti og undirstofnanir þeirra samtals varið rúmum 350 milljónum í kostnað vegna starfslokasamninga. Undirstofnanir menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðuneytisins hafa gert 22 starfslokasamninga sem kostað hafa samtals rúmar sextíu milljónir. Á sama tímabili hefur kostnaður vegna slíkra samninga hjá innviðaráðuneytinu og stofnunum þess numið tæpum 48,3 milljónum og munar þar langmestu um fimm starfslokasamninga hjá Vegagerðinni. Þá hafa stofnanir sem heyra undir fjármálaráðuneytið gert starfslokasamninga sem hljóða upp á tæpar 39 milljónir króna.