Í dag hefur Ísland leik á EM karla í handbolta. Ítalir bíða þá íslensku strákunum en auk þeirra eru Pólverjar og Ungverjar í F-riðli. Ítalir eru sýnd veiði en ekki gefin, þeir eru með ungt og sprækt lið sem spilar óhefðbundinn handbolta. Sóknarlega eru þeir ófeimnir við að prófa ýmsa hluti, til að mynda að spila án línumanna, og varnarlega spila þeir aggresíft. Stofan hitar upp fyrir leikinn sem verður í beinni útsendingu á RÚV. 16:20 Stofan (RÚV) 17:00 Ísland - Ítalía (RÚV) Við hitum einnig upp fyrir leikinn hér á vefnum og verðum með fréttavakt fram yfir leikinn þar sem fylgst verður með gangi mála og öllu í kringum leikinn gerð góð skil. Stórlið að mæta til leiks Þetta er ekki eini leikur dagsins því við sýnum að sjálfsögðu hinn leikinn í riðlinum sem og viðureign Danmerkur og Norður-Makedónóu en þau eru í B-riðli með Portúgal og Rúmeníu en hann má finna í RÚV appinu. 19:30 Ungverjaland - Pólland (RÚV 2) 19:30 Danmörk - N-Makedónía (RÚV.is)