Snjór setur víða mark sitt á vegi landsins. Þungfært er á Hófaskarði og þæfingsfærð á Háreksstaðaleið á Fjöllum, á Hólaheiði og Raufarhafnarvegi. Snóþekja eða hálka er víðast hvar á vegum á Norðausturlandi. Krapi er í Þistilfirði, á Brekknaheiði og Sandvíkurheiði, flughált er í Vopnafirði. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði en hálka eða hálkublettir á nokkrum öðrum leiðum á Vesturlandi. Eitthvað er um éljagang. Snjóþekja er á flestum leiðum á Norðurlandi en þungfært er í Almenningum og á Þverárfjalli, þæfingur er í Fljótum og á Laxárdalsheiði á Skaga. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er á Siglufjarðarvegi. Víða er hálka og hálkublettir. Bílar á ferð. Mynd úr safni.RÚV / Anna Kristín Jónsdóttir