Bennet Wiegert, þjálfari þýska stórliðsins Magdeburgar, telur að fjölmennari þjóðir geti lært mikið af starfinu sem unnið er hér á Íslandi í kringum handbolta. Hann dáist að því hversu margir heimsklassa leikmenn koma frá Íslandi og væri til í að koma hingað til lands í starfsþjálfun.