Nýlega kynnti rannsóknarnefnd Reykjavíkurborgar niðurstöður um starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974 til 1979. Þar kemur fram að ekki hafi verið hægt að fullyrða að börn hafi sætt illri meðferð í skilningi laga á því tímabili, þótt ýmislegt hafi verið ábótavant í starfseminni.