Ung til at­hafna

Þann 24. janúar næstkomandi fer fram prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga þann 16. maí 2026. Alls bjóða 16 einstaklingar sig fram í efstu 6 sæti listans og því ærin ástæða til þess að kynna sér frambjóðendur, kjósa og hafa þannig áhrif á lista Samfylkingarinnar í borginni til næstu fjögurra ára.