Ég heiti Salbjörg Engilbertsdóttir og fæddist í fallegustu byggingu landsins, sjúkrahúsinu á Ísafirði í júlí 1967. Foreldrar mínir hétu Kristín Ragnhildur Daníelsdóttir og Engilbert Sumarliði Ingvarsson sem voru lengst af bændur á Tirðilmýri á Snæfjallaströnd. Ég er yngst þeirra barna og átti 6 eldri bræður þá Gretti, Daníel, Ingvar, Jón Hallfreð, Ólaf Jóhann og Atla […]