Dagmar Öder er ung og upprennandi söngkona. Það má segja að tónlistin hafi bankað upp á sem leið til að vinna úr mikilli sorg. En faðir Dagmarar lést úr krabbameini árið 2015, aðeins 52 ára gamall. Þá var Dagmar 17 ára. Faðir hennar, Einar Öder, var einn færasti knapi landsins og ólst Dagmar upp á hestabúgarði fjölskyldunnar, Halakoti, rétt fyrir utan Selfoss.