Bjórþambandi Íslendingar eftirsóttir á EM í handbolta

„Um leið og mótinu var úthlutað til Svíþjóðar og Kristianstad var leikstaður, þá réttu þeir strax upp hönd og sögðu: Við viljum Íslendingana ,“ sagði Einar Örn Jónsson í Morgunútvarpinu á Rás 2. Athugið að mennirnir á myndinni tengjast þessari umfjöllun ekki beint. Einar Örn lýsir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta í dag gegn spræku liði Ítalíu. Spurður hvort bjórsala hafi eitthvað með það að gera að Íslendingarnir séu eftirsóttir áhorfendur var Einar ómyrkur í máli. „Ég myndi halda að hún hafi eiginlega allt með þetta að gera. Gistihúsa- og veitingastaðaeigendur í Kristianstad eru núna í heljarstökkum hérna niður götuna,“ sagði hann í léttum dúr. Hlustaðu á Einar Örn meta stemninguna fyrir leiknum í spilaranum hér fyrir ofan. Morgunútvarpið er á Rás 2 milli klukkan 7 og 9 alla virka morgna.