Snorri Steinn Guðjónsson hefur opinberað 17 manna hóp sinn fyrir EM. Skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson er ekki á listanum en hann var í 18 manna hóp Snorra sem opinberaður var í desember. Aðeins 16 leikmenn verða í leikdagshóp í hvert sinn og þarf því einn að vera utan hóps. Leikdagshópurinn gegn Ítalíu verður opinberaður þegar styttist í leik. Þorsteinn Leó hefur átt við meiðsli að stríða frá því í nóvember. Rifa kom í ljós í nára í nóvember og hefur hann ekkert leikið síðan þá. Hann er þó með hópnum úti og tók þátt í æfingu íslenska liðsins í gær. Þorsteinn var með liðinu í æfingabúðir á Íslandi og fór á æfingamótið í Frakklandi nýverið. Vonir eru bundnar við að Þorsteinn sé klár í slaginn fyrir milliriðla. Snorri telur að skotógn þessarar 23 ára gömlu hávöxnu skyttu gæti nýst vel. Hópur Snorra fyrir EM Yfirlýsing HSÍ: Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 17 leikmenn sem munu leika á mótinu. Markmenn Björgvin Páll Gústavsson, Valur (287/26) Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (75/2) Aðrir leikmenn: Andri Már Rúnarsson, Erlangen (8/8) Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (107/115) Bjarki Már Elísson, Veszprém (128/426) Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg (27/7) Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (64/138) Elvar Örn Jónsson, Magdeburg (93/214) Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (75/171) Haukur Þrastarsson, Rhein-Neckar Löwen (47/64) Janus Daði Smárason, Pick Szeged (100/177) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (32/106) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen (58/178) Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (94/341) Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (48/46) Viggó Kristjánsson, Erlangen (73/219) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (108/48) Heimilt er að bæta við tveimur leikmönnum meðan á riðlakeppni stendur. Sama gildir um milliriðlakeppnina og síðari stig mótsins.