Erla Björg Gunnarsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem ritstjóri fréttastofu Sýnar eftir þrettán ára starf á miðlinum. Núverandi stöðu sinni hafði hún gengt í fjögur og hálft ár „sem mér skilst að sé tímamet á þessari fréttastofu,“ skrifar hún í færslu á Facebook. Þar þakkar hún sérstaklega samstarfsfólki sínu á fréttastofunni sem hún segir hafa gefið sér kraft til...