Einar Þorsteinn veikur og utan hóps

Einar Þorsteinn Ólafsson er utan hóps í dag er Ísland leikur gegn Ítalíu á Evrópumóti karla í handbolta. Þetta opinberaði faðir hans og fyrrum landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson á upphitun Þróttara fyrir EM. Einar Þorsteinn er veikur og því ekki klár í slaginn í kvöld. Snorri Steinn hefur valið 17 leikmenn sem taka þátt á mótinu en þarf að velja 16 í leikdagshóp hverju sinni. Þróttarar buðu til lambalæris í félagsheimili sínu þar sem Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur ræddu mótið. Einar er á sínu þriðja stórmóti með Íslandi og hefur leikið 27 leiki og skorað sjö mörk. Hópur Íslands í kvöld: Markmenn Björgvin Páll Gústavsson, Valur (287/26) Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (75/2) Aðrir leikmenn: Andri Már Rúnarsson, Erlangen (8/8) Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (107/115) Bjarki Már Elísson, Veszprém (128/426) Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (64/138) Elvar Örn Jónsson, Magdeburg (93/214) Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (75/171) Haukur Þrastarsson, Rhein-Neckar Löwen (47/64) Janus Daði Smárason, Pick Szeged (100/177) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (32/106) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen (58/178) Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (94/341) Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (48/46) Viggó Kristjánsson, Erlangen (73/219) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (108/48) Leikur Íslands gegn Ítalíu hefst klukkan 17:00 og er í beinni útsendingu á RÚV. Stofan hefst klukkan 16:20.