Aron Pálmarsson er enn að venjast því að vera ekki að fara á stórmót. Þessi fyrrum landsliðsfyrirliði er hátt uppi þessa dagana og líður eins og hann sé að fara á stórmót með strákunum okkar. Ísland leikur sinn fyrsta leik á EM karla í handbolta í dag gegn Ítalíu. „Tilfinningin er mjög sérstök, ég skal viðurkenna það. Maður er mjög hátt uppi, vægast sagt, þessa dagana. Það er eins og líkaminn og hausinn séu á leiðinni á stórmót. En augljóslega er ég ekki að gera það. „Ég fékk einmitt í Fjarðarkaup í gær frá einum: „Hva? Kallinn bara að kaupa fisk á mánudegi?“ Viðtalið við Aron má sjá hér að neðan. Aron Pálmarsson er enn að venjast lífinu eftir handboltann. Hann ræddi hvernig það er að fara ekki á stórmót með strákunum. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Ítalíu í dag á EM karla í handbolta. Aron er hluti af sérfræðingateymi Stofunnar í ár. Aron hluti af Stofuteyminu Aron Pálmarsson er hluti af sérfræðingateymi Stofunnar í ár. Hann verður með sérfræðingahorn Arons þar sem hann kemur með greiningar varðandi mótherja Íslands og liðið. Gunnar Birgisson ræðir við hann. Aron á erfitt með að slíta sig frá liðinu eftir öll þessi ár saman. „Ég hringdi í Janus eftir leikinn á móti Slóvenum bara til að segja honum einn punkt. Ég held að það símtal hafi verið 12 sekúndur. „Sæll vinur. Blessaður. Heyrðu eitt hérna varðandi þegar þú færð boltann þarna. Bara aðeins. Einn meter, tvo þarna. Já, akkúrat. Thank you, heyri þú.“ Það er engin lygi. Ég held að þeir fýli þetta.“ Börnin, fjölskyldan, svo landsliðið Landsliðið skipaði ansi stóran sess í lífi Arons. „Þetta er nánast þannig að það eru börnin þín í lífinu, svo er það fjölskyldan, svo er það landsliðið. Ég fæ bara gæsahúð að tala um þetta. Það verður söknuður. Það eru langskemmtilegustu og mikilvægustu leikirnir að spila.“ Fannst enginn betri en hann Aron segist alltaf hafa hugsað að hann væri sá besti á vellinum, sama hver leikurinn var. „En ég get sagt þér það að fyrir hvern einasta leik sem ég spilaði, á mínum ferli, þá fannst mér enginn inni á vellinum betri en ég, enginn. En það er líka viðhorf sem ég þyrfti að hafa.“ Aron telur að Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon séu með þetta sama hugarfar. „Ég get alveg sagt þér það líka að Bjarki Már, honum finnst enginn betri slúttari en hann. Þessir þrír sérstaklega. Viktor Gísli er að komast þangað. Ég sé það á honum síðustu tvö, þrjú ár. Svo er náttúrulega auðvitað, okkar allra sterkasti, Björgvin Páll. Hann er þarna líka.“ Eigum að vinna Ítali Aron segir að Ísland eigi að stýra leiknum gegn Ítölum frá fyrstu mínútu. „Við eigum að vinna þá. Við viljum ekki að staðan sé 27–27 þegar það eru fimm mínútur eftir. Ég vil að við höfum fullt "control" frá fyrstu mínútu. Velkomnir á EM, þið eruð að mæta okkur.“