Samgöngumál í og við norsku höfuðborgina Ósló eru í lamasessi, lestir sem flug. Á vettvangi lestanna er bilun í merkjakerfinu sem stjórnar ferðum þeirra og á Gardermoen-flugvelli hafa snjókoma og slydda valdið seinkunum á flugi.