Mzungu og Hennar rödd með bestu bókakápurnar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í dag klukkan 16 við hátíðlega athöfn í Hönnunarsafni Íslands. Að verðlaununum standa Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT). Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi bókahönnun í tveimur flokkum, annars vegar fyrir bestu bókarkápuna og hins vegar bestu bókarhönnunina. Allar tilnefndar bækur eru lagðar fram til verðlauna Stiftung Buchkunst fyrir Íslands hönd. Sigurvegarar eru eftirfarandi: