Banaslysið í Hornslet ráðgáta

Fjölda spurninga er ósvarað um það atvik á miðvikudaginn þegar tvær langferðabifreiðar óku hvor framan á aðra á Landevejen í Hornslet á Austur-Jótlandi í Danmörku með þeim afleiðingum að tveir farþegar létust og átta manns að auki slösuðust alvarlega, þar af báðir ökumennirnir.