Harma ákvörðun Icelandair og hafna ásökunum alfarið
Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir ákvörðun Icelandair um að fella niður flug til Istanbúl vera alfarið á ábyrgð stjórnenda félagsins. Ákvörðunin byggi á mistökum stjórnenda sem nú sé gerð tilraun til að varpa yfir á flugmenn.