Stjörnurnar fóru á kostum í stórsigri Dana

Simon Pytlick og Mathias Gidsel áttu frábæran leik í sigri heims- og Ólympíumeistara Danmerkur á Norður-Makedóníu, 36:24, í fyrstu umferð B-riðilsins á Evrópumótinu í handbolta í Herning í Danmörku í kvöld.