Skoruðu 81 mark og slógu markametið á EM

Sex leikir voru spilaðir á öðrum keppnisdegi EM karla í handbolta í dag og í kvöld. Mikil markasúpa var í leik Slóveníu og Svartfjallalands þar sem 81 mark var skorað í eins marks sigri Slóveníu, 41-40. Þar með féll markamet EM því aldrei áður hafa verið skoruð eins mörg mörk í einum og sama leiknum á Evrópumóti. Gamla metið áttu Ísland og Belarús þar sem síðarnefnda liðið vann eins marks sigur á Íslandi, 39-38, á EM 2016. Jafntefli hjá Sviss og Færeyjum Í sama riðli gerðu Sviss og Færeyjar jafntefli 28-28 . Færeyingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13 en Svisslendingar komust tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik og Færeyingar skoruðu jöfnunarmarkið í blálokin. Ungverjaland vann svo öruggan sigur á Pólverjum, 29-21 . Liðin eru í F-riðli með Íslandi sem vann sinn stærsta sigur frá upphafi EM fyrr í kvöld, 13 marka sigur á Ítalíu eins og við vitum allt um, 39-26. Fleiri met voru slegið á EM í dag en það gerði Portúgal sem vann öruggan sigur á Rúmeníu, 40-34 . Portúgal hefur aldrei skorað svö mörk áður í leik á EM. Í sama riðli unnu Danir öruggan sigur á Norður Makedóníu 36-24 . Öll úrslit, stöður í riðlum og nýjustu fréttir af mótinu má finna á sérstakri EM síðu RÚV .