Þegar Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og blaðamaður í Úkraínu, horfði út um glugga íbúðar sinnar í Kænugarði í gærkvöldi sá hann ljós skína í einni íbúðablokk. Annars ríkti algjört myrkur því viðvarandi rafmagnsleysi hefur verið í borginni undanfarið.