Einar Jónsson og Rúnar Kárason ræddu stórsigur Íslands gegn Ítalíu í hlaðvarpinu Besta sætið. Sérfræðingarnir voru ánægðir að sjá Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon stimpla sig vel inn í mótið, en bíða og vona eftir því að sjá svipaða frammistöðu gegn stærri liðum.