Fundu talsvert magn af fíkniefnum

Lögreglan fann töluvert af fíkniefnum í fórum fyrri aðilans.RÚV / Ragnar Visage Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti tveimur aðilum, hvorum í sínu lagi, sem voru grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna í nótt. Við rannsókn fyrra málsins fann lögreglan talsvert magn fíkniefna og vistaði því aðilann í fangageymslu. Var það mál á borði lögreglustöðvar 1, sem hefur umsjón með Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi. Samkvæmt lögreglupósti var síðari maðurinn einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ekki kom fram hvort hann hafi verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar, sem er á borði lögreglustöðvar 3, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti.