Í tveimur öðrum greinum hér á Vísi hefur greinarhöfundur fjallað um það hvernig stjórnmálamenn ýta frá sér því brýna verkefni að endurskoða áfengislöggjöfina, m.a. með tilliti til þess að hún kveði skýrt á um að vefverzlun með áfengi sé heimil, en kjósa þess í stað að einstaklingar séu settir á sakamannabekk og þess krafizt að þeir verði dæmdir til refsingar fyrir að bjóða íslenzkum neytendum að kaupa áfengi á netinu.