Lokað úrræði varhugavert

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) varar við því að komið verði á fót lokuðu meðferðarúrræði fyrir börn, líkt og nýr mennta- og barnamálaráðherra vill gera, nema að vel ígrunduðu máli. Varhugavert geti verið að loka börn inni í lengri tíma. Þau geti orðið reið og það haft neikvæð áhrif á tilfinningaþroska þeirra.