EM í dag: Dagur mætir til leiks með Króötum

Þriðji keppnisdagur EM karla í handbolta er í dag og þá eru sex leikir á dagskrá. Dagur Sigurðsson mætir til leiks á sínu þriðja stórmóti sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann tók við liðinu snemma árs 2024 og kom því á Ólympíuleikana þar sem það varð í 9. sæti. Undir stjórn Dags varð árangur Króata fram úr væntingum á HM í fyrra þar sem liðið vann til silfurverðlauna og nú á að gera atlögu að Evrópumeistaratitlinum. Króatía mætir Georgíu klukkan 17:00 og verður leikurinn sýndur beint á ruv.is og í RÚV appinu. Liðin leika í E-riðli ásamt Svíþjóð og Hollandi. Á sama tíma verður leikur Austurríkis og Spánar sýndur beint á RÚV. Alfreð Gíslason er þjálfari Þýskalands sem mætir Serbíu klukkan 19:30 í beinni útsendingu á RÚV 2. Þýskaland vann Austurríki í fyrstu umferð A-riðils, 30-27 á meðan Spánn vann Serbíu 29-27. 17:00 Austurríki - Spánn (RÚV) 17:00 Króatía - Georgía (RÚV.is) 19:30 Serbía - Þýskaland (RÚV 2) Öll úrslit, stöður í riðlum og allar fréttir af mótinu má finna á sérstakri EM síðu okkar . Dagskrá RÚV af mótinu er svo hægt að sjá í viðburðardagatalinu . Til að missa ekki af neinu mælum við með því að fylgja RÚV Íþróttum á Instagram , X , Facebook , TikTok og á hlaðvarpsveitum .