Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur
Varnarleikur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi árið 2016 er ekki lengur versta varnarframmistaða í sögu Evrópumótsins í handbolta. Slóvenía og Svartfjallaland slógu markametið þegar þau skoruðu samtals 81 mark í gærkvöldi.