Innviðaráðuneytið hefur tilkynnt Vesturbyggð um úthlutun byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Samtals er úthlutað 330 þorskígildistonnum til fjögurra byggðarlaga innan sveitarfélagsins. Á Brjánslæk fara 15 þorskígildistonn. Sama magn fer til Patreksfjarðar og Bíldudals. Til Tálknafjarðar er úthlutað 285 tonnum. Þá eru eftirstöðvar frá síðasta fiskveiðiári 227,02 tonn svo alls eru 557,02 tonn til ráðstöfunar í ár […]