Húsvísku vinkonurnar Sólveig Ósk Guðmundsdóttir leikskólakennari, Júlía Margrét Birgisdóttir stuðningsfulltrúi og Sonja Finnsdóttir iðjuþjálfi eru þær sem mynda teymið í kringum Skynró. Sólveig og Júlía eru báðar með ADHD og eiga einnig börn með ADHD og einhverfu og hafa því verið að eiga við skynúrvinnsluvanda nánast allt sitt líf. Skilgreining á skynúrvinnsluvanda (e. Sensory Processing Disorder) er þegar skyntruflanir eru...