Ein­földum lífið í út­hverfunum

Ég er stolt úthverfamamma. Ég er alin upp í Breiðholti en bý í Rimahverfinu í Grafarvogi með manninum mínum og þremur ungum börn. Ég elska að búa í Grafarvogi! Hér eru göngustígar langt frá hraðri bílaumferð, úrval af leikvöllum og útivistarsvæðum, bókasafn með góðri barnadeild og frábærir leik- og grunnskólar. Samt finnst mér úthverfin oft vera útundan þegar kemur að grunnþjónustu, almenningssamgöngum og uppbyggingu.