„Algjört aukaatriði hvað Keane hefur að segja“

Michael Carrick, nýráðinn þjálfari Manchester United, segist ekki hafa tíma til að spá í gagnrýni fyrrum liðsfélaga sinna og hefur hann nú sagt að gagnrýni Roy Keane skipti hann litlu sem engu máli.