„Það er öðruvísi spenningur en á fyrsta mótinu t.d. Það er minna stress en á sama tíma meiri pressa sem maður setur á sjálfan sig. Stressið er farið og tilfinningin er góð,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við mbl.is en hann er orðinn reynslumikill á stærsta sviðinu með Íslandi.