Sjálf­skapar­víti meiri­hlutans í Reykja­vík

Reykjavíkurborg býr í dag við vanda sem verður ekki lengur skýrður með tilviljunum eða ytri aðstæðum. Umferðarteppur, versnandi aðgengi, dýrari framkvæmdir og vaxandi óánægja borgarbúa eru afleiðing stefnu sem hefur verið mótuð og rekin árum saman af sama pólitíska meirihluta. Þetta er ekki skammvinnt ástand heldur niðurstaða langrar forgangsröðunar.