Hér fer fram bein textalýsing frá leik Real Madrid og Levante í 20.umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Madrídingar eru í brekku og eftir niðurlægjandi tap í fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara, Alvaro Arbeloa, fyrir vikunni hefur ekki tekist að lægja öldurnar. Flautað verður til leiks á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid klukkan eitt.