Halldóra Fríða bíður sig fram sem oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir hefur tilkynnt að hún muni gefa kost á sér sem oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjör fer fram laugardaginn 7. febrúar. Halldóra Fríða er sitjandi oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ en er einnig formaður bæjarráðs og var starfandi bæjarstjóri þegar Kjartan Már Kjartansson, núverandi bæjarstjóri, var frá vegna veikinda. „Reykjanesbær hefur vaxið hratt og staðið frammi fyrir stórum og oft krefjandi verkefnum en við höfum tekist á við þau saman,“ segir Halldóra Fríða í tilkynningu. „Framtíð Reykjanesbæjar er björt, en hún kallar á reynslu, ábyrgð og óþreytandi vinnu.“ Aðsend