Bílar yfirgefnir mánuðum saman

Heilbrigðiseftirlitin á landsbyggðinni hafa sent Vegagerðinni bréf þar sem vakin er athygli á því að fjölmörg biluð eða skemmd ökutæki og búnaður hafi staðið um lengri eða skemmri tíma á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar við þjóðvegi landsins. Er farið fram á að stofnunin sinni reglubundinni og tafarlausri hreinsun ökutækja og búnaðar af þessum svæðum.