Draumabyrjun hjá Carrick

Michael Carrick fékk sannkallaða draumabyrjun sem þjálfari Manchester United en liðið lagði Manchester City að velli, 2-0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bryan Mbeumo og Patrick Dorgu skoruðu mörkin í seinni hálfleik.