Forseti Sýrlands er væntanlegur til Berlínar til viðræðna við kanslara Þýskalands á þriðjudag. Búast má við að áhersla verði á brottvísanir Sýrlendinga frá Þýskalandi. Fyrsta heimsókn nýs forseta til Þýskalands Ríkisstjórn Þýskalands hefur lagt ríka áherslu á að senda sem flesta sýrlenska ríkisborgara aftur heim til Sýrlands eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli 2024. Þetta er talið verða á meðal helstu umræðuefna á fundum Ahmeds al-Sharaa, forseta Sýrlands, með fulltrúum þýskra stjórnvalda í Berlín í næstu viku. Þetta verður fyrsta heimsókn Sharaa til Þýskalands en hann hefur farið víða frá því hann tók við. Fjölda alþjóðlegra refsiaðgerða hefur einnig verið aflétt af Sýrlandi. Ríflega milljón Sýrlendinga hefur leitað skjóls í Þýskalandi á síðasta áratug. Merz tilkynnti í nóvember að það væri ekki lengur ástæða fyrir Sýrlendinga, sem flúðu stríðið í heimalandinu, til að óska eftir alþjóðlegri vernd í Þýskalandi. Mannréttindasamtök gagnrýna brottfluttninga Þau sem neiti að snúa aftur til heimalandsins verði hægt að vísa úr landi. Í desember var fyrsta sýrlenska ríkisborgaranum vísað úr landi frá því borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi 2011. Maðurinn, sem hafði verið dæmdur sekur um glæp, var fluttur til Damaskus. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt brottflutningana og segja að stöðugleika hafi ekki verið náð í Sýrlandi og að það hafi sýnt sig að brotið sé á réttindum fólks þar. Johann Wadephul utanríkisráðherra Þýskalands sagði í opinberri heimsókn til Sýrlands í október að möguleikar Sýrlendinga til að snúa aftur væru takmarkaðir í ljósi þess hversu mikið af innviðum landsins hefðu eyðilagst í stríðinu. Þau ummæli mættu andstöðu félaga hans í Kristilega demókrataflokknum.