Húsnæðisverð hefur sjaldan verið hærra, vextir eru háir og ungt fólk á sífellt erfiðara með að komast inn í eigið húsnæði nema með stuðningi foreldra. Margir festast á leigumarkaði eða neyðast til að búa hjá foreldrum lengur en eðlilegt er. Þetta er orðið svo algengt að það rataði jafnvel inn sem opnunaratriði í Skaupinu. Á sama tíma standa þúsundir nýbygginga til sölu.